Tour of Reykjavik er í dvala um sinn. 

Ekki er vitað hvort eða hvenær hjólreiðakeppnin Tour of Reykjavik fer næst fram. Upplýsingarnar á þessum vef eiga við keppnina 2018.
facebookinstagramtwitter

Viðburðurinn

Hjólakeppni í miðbæ Reykjavíkur og svo krefjandi hjólaleið til Þingvalla.

Lokaðar götur og lögreglufylgd. Almenningur og keppnisfólk. 2km, 50km, 125km leiðir.

Tour of Reykjavík er alþjóðleg hjólakeppni, fyrst haldin árið 2016 og í stöðugri þróun ár frá ári. Markmið viðburðarins er tvíþætt, annars vegar að fjölga þeim sem taka þátt í hjólreiðum hér á landi og hins vegar að efla keppnishjólreiðar á Íslandi með glæsilegri alþjóðlegri keppni að erlendri fyrirmynd.
Með breyttu keppnisfyrirkomulagi er stigið skref í átt að enn meira öryggi í brautinni fyrir hjólreiðafólk, þar sem að öryggisbílar, lögregla, dómarabílar og aðrir þjónustubílar munu fylgja hjólreiðafólki.

BREYTINGAR Á MILLI ÁRA
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á keppninni á milli ára til að mæta ólíkum væntingum hjólreiðafólks. Þessar eru helstar:
• Í tveggja dag keppninni verður í fyrsta sinn boðið upp á A og B flokka þar sem A-flokkurinn er hugsaður fyrir atvinnu- og keppnishjólreiðafólk, en B-flokkurinn hugsaður fyrir þá sem leggja meiri áherslu á að hjóla krefjandi keppnisbraut á sínum forsendum með góðum félögum í góðri samvinnu við aðra keppendur.
• A flokkur tveggja daga keppninnar verður algerlega aðskilinn frá eins dags keppnum í 125 og 50 km.
• Í 125 km leiðinni verður ræst frá Lækjargötu en endamark verður í Víðidal
• Konur og karlar keppa í 50km brautinni á sama tíma, sem vonandi gerir stemmninguna enn betri á götum borgarinnar.
• Boðið verður upp á liðakeppni í keppni 50km karla og kvenna.
• Fjölskyldum og duglegum hjólakrökkum verður boðið upp á að hjóla eins marga 2km skemmtihringi í miðborginni og þau geta á 40 mínútum. Fjölskyldum sem ná að hjóla tvo hringi verður boðið frítt á skauta!

LEIÐIRNAR
Á föstudagskvöldinu verður hjóluð stórbrotin 125 km leið frá Reykjavík til Þingvalla, um Uxahryggjarveg og Grafning og Nesjavelli til baka til Reykjavíkur.
Keppni í 50km fer fram á laugardagseftirmiðdeginum í miðborg Reykjavíkur. Hjólaðir verða fjórir 12,5 km hringir á lokaðri braut í kringum Tjörnina og meðfram sjónum í sannkallaðri miðbæjarstemmningu.
Nánari lýsing á keppnisleiðum og 2km fjölskylduhringnum er hér fyrir neðan.

KEPPNISFLOKKAR
Í ár verður boðið upp á eftirfarandi fjóra keppnisflokka sem hjóla báðar eða aðra af dagleiðunum tveimur (sjá nánari lýsingar neðar):
• A125+50: Tveggja daga keppni fyrir keppnisfólk (A flokkur)
• B125+50: Tveggja daga keppni fyrir almenningshjólara.
• B125: Keppt í 125 km eingöngu.
• B50: Keppt í 50km eingöngu.
Auk þessa verður boðið upp á skemmtilegar 40 mínútna fjölskylduhjólreiðar í lokaðri 2 km braut sem liggur um miðborg Reykjavíkur.

TVEGGJA DAGA KEPPNI: 125+50 km.
Flokkar A-kk og A-kvk
A-flokkur er fyrir keppnishjólreiðafólk og þá sem vilja leggja áherslu á keppni um sæti.
Í tveggja daga keppninni eru hjólaðir 125km á föstudegi og 50 km á laugardegi.
Árangur keppanda er samanlagður tími hans úr báðum leggjum.
Karlar og konur eru ræst sitt í hvoru lagi og mega ekki drafta keppendur af hinu kyninu né keppendur úr B-flokkum.
Vegleg verðlaun eru veitt í karla- og kvennaflokki en (engin aldursflokkaverðlaun).

TVEGGJA DAGA ALMENNINGSKEPPNI. 125+50 km.
Flokkur B125+50
Flokkur B125+50 er fyrir duglega almenningshjólara sem vilja spreyta sig á tveggja daga keppninni án þess að vera att út í harða keppni við þá allra bestu.
Í tveggja daga keppninni eru hjólaðir 125km á föstudegi og 50 km á laugardegi.
Keppendur í B125+50 eru gjaldgengir til verðlauna í þremur keppnum: 125+50km, keppni í 125km eingöngu og keppni í 50km eingöngu.
Í B flokkum ræsa karlar og konur saman.
Keppendur mega drafta alla keppendur innan B-flokksins en ekki keppendur úr A-flokki.
Í B125+50 verða veitt verðlaun fyrir besta samanlagða tíma í hverjum aldursflokki karla og kvenna auk útdráttarverðlauna.
Aldursflokkar eru 18-29, 30-39, 40-49, 50+

125 km eingöngu.
Flokkur B125
Keppendur í 125km keppninni verða ræstir með keppendum í flokki B125+50 og keppa til sætis við þá.
Ræst er kl. 18:00 á föstudeginum 1. júní.
Í B flokkum ræsa karlar og konur saman.
Keppendur mega drafta alla keppendur innan B-flokksins en ekki keppendur úr A-flokki.
Í B125 verða veitt verðlaun fyrir 1. sæti í hverjum aldursflokki karla og kvenna auk útdráttarverðlauna
Aldursflokkar eru 18-29, 30-39, 40-49, 50+

50 km eingöngu.
Flokkur B50 og liðakeppni
Keppendur í 50km keppninni verða ræstir með keppendum í flokki B125+50 og
keppa til sætis við þá.
Í 50 km keppninni eru kynin saman í brautinni.
Konur og karlar hjóla frá kl. 16:15 – 18:45.
Keppendur mega drafta keppendur innan B-flokks (en ekki keppendur úr A-flokki).
Í B50 verða veitt verðlaun fyrir 1. sæti í hverjum aldursflokki karla og kvenna auk útdráttarverðlauna.
Rás- og endamark verður við Lækjargötu en þar safnast þátttakendur saman fyrir ræsingu.
Aldursflokkar eru 13-15, 16-17, 18-19, 20-29, 30-39, 40-49, 50+

Liðakeppni
Þátttakendur í 50km keppninni geta skráð sig í spennandi liðakeppni á "mínum síðum".
Lið samanstanda af a.m.k. þremur liðsmönnum af sama kyni.
Í liðakeppni gildir samanlagður tími 3 bestu liðsmanna af 5.

Garmin sprettir
Verðlaunað verður sérstaklega fyrir spretti í bæði 125km og 50km og geta allir þátttakendur unnið til þeirra verðlauna. Verðlaunað verður fyrir fyrsta keppanda af hvoru kyni upp á Hengil á Nesjavallaleið (KOM/QOM) og einnig fyrir þann fyrsta á öðrum hring í 50km keppninni. Spretturinn hefst á Lækjargötunni, þar sem keppendum verður gefið merki um að sprettur sé hafinn en hann liggur í kringum Reykjavíkurtjörn og endar aftur á sama stað við marklínuna.

Vegalengdir

Tour of Reykjavik er með þrjár mislangar vegalengdir og því er hægt að velja sér þá sem hentar getu og aldri hvers og eins.


Föstudagur 1.6. 2018

125 km metra leiðin er krefjandi en hjólað verður í fjölbreyttu og fallegu umhverfi. Lagt verður af stað úr Lækjargötu og hjólað í átt að Þingvöllum og svo um Uxahryggjaveg. Þessi vegalengd er einungis fyrir reynda hjólara. Farið verður um Grafning og Nesjavallaleið til Reykjavíkur. Frá Suðurlandsvegi fylgja þjónustubílar og mótorhjól hjólurum Suðurlandsveg og stystu leið í Víðidalinn þar sem að endamarkið verður staðsett. Allir þátttakendur geta klárað keppnina en tímatakmörk gagnvart fylgd eru 5 klst. Þeir sem ná ekki tímamörkum gætu þurft að klára síðustu km án fylgdar. Fyrirkomulag og reglur keppninnar taka mið af reglum HRÍ. Hjólað verður í fylgd lögreglu frá Lækjargötu, bestu leið út úr borginni og framkvæmt svokallað fljúgandi start á leiðinni. Á undan og eftir fara dómarabílar en fylgdin er mest með fremstu mönnum (sjá reglur). Virk tímataka verður í boði svo þátttakendur fái staðfestan tíma.

Keppni verður ræst kl. 18:00 frá Lækjargötu. Keppendur fara í fylgd lögreglu og dómarabíla af stað áleiðis og við fyrsta hugsanlega tækifæri verður framkvæmt s.k. fljúgandi start fyrir bæði kyn.
Keppendur geta geymt farangur í svotilgerðum bíl á startsvæðinu. Farangur keppenda verður síðan fluttur frá startsvæði að marksvæði þegar keppni hefst þannig að keppendur geta nálgast að keppni lokinni á marksvæðinu.
* leyfi fyrir brautarlegu frá hlutaðkomandi er ekki í hendi. Nákvæmt kort, með hæðarkóðum og hættum á leiðinni verður sett inn á vefinn þegar nær dregur viðburði.


Laugardagur 2.6.2018

Kl. 15:15 – 15:55 laugardaginn 2. júní verður boðið upp á fjölskylduhjólreiðar eftir 2 km lokaðri og fjörugri braut í kringum Reykjavíkurtjörn.
Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegum viðburði og hjóla með börnum sínum á lokuðum götum miðborgarinnar.
Ýmislegt verður gert til að gera brautina skemmtilega, svo sem sápukúlu, - og reykvélar, drykkjarstöðvar, auk þess sem að þrautabraut, Pumptrack og annað skemmtilegt verður í boði við marksvæðið.

Allir þátttakendur fá keppnisnúmer á hjólið sitt og frítt í sund.

Fjölskyldur sem ná að hjóla tvo hringi um brautina fá frímiða í Skautahöllinni Laugardal sem hægt verður að nota í haust um leið og opnar.


Laugardagur 2.6.2018

48 km hjólaleiðin liggur frá Lækjargötunni, Sæbraut framhjá Hörpu í austur og til baka, í kringum Tjörnina. Farnir verða fjórir 12km langir hringir á lokuðu svæði fyrir umferð. Vonir standa til að á brautinni myndist skemmtileg stemning enda farnir tiltölulega stuttir hringir í miðbænum. Brautin hæfir öllum sem áhuga hafa á hjólreiðum og því ætti leiðin að henta bæði fyrir keppnisfólk og almenning.
Fyrir ræsinguna verður þátttakendum stillt upp í hraðahólf þannig að A flokks keppendur frá fyrri dagleið fara fyrst af stað. Keppnin er hugsuð fyrir 13 ára og eldri. Fremsti hópur fær fylgd og ber öðrum að víkja fyrir þeim eins og frekast er kostur (sjá reglur). Virk tímataka verður í boði svo þátttakendur fái staðfestan tíma.

Ræsingar:
Kl:16:15 - 18:45 Konur og karlar - þátttakendur í A flokki starta fyrst, þ.e. þau sem þátt tóku í 125km keppninni

* leyfi fyrir brautarlegu frá hlutaðkomandi er ekki í hendi. Nákvæmt kort, með hæðarkóðum og hættum á leiðinni verður sett inn á vefinn þegar nær dregur viðburði.
*stytta þurfti brautina um 2 kílómetra og er hún því 48 km.

Truflun á umferð

Götulokanir verða vegna Tour of Reykjavik og truflun á umferð þegar keppt verður innan borgarmarka verða kynntar þegar nær dregur.Myndir

Reglur

Okkur er öryggi þátttakenda efst í huga. Vinsamlega lesið reglurnar vel og virðið þær þegar í keppnina er komið.

Í öllum vegalengdum og flokkum Tour of Reykjavík gilda kaflar 3.4 til og með 7.1 í reglum Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ), að öllum köflum þar á milli meðtöldum. Að auki gilda eftirfarandi reglur til viðbótar eða víkja til hliðar reglum HRÍ:

 • Keppnisradíó eru bönnuð.

Dómarar með UCI-réttindi munu dæma keppnina.

Helstu atriði sem keppendur ættu sérstaklega að kynna sér úr reglum HRÍ:

 1. Þátttaka er á ábyrgð keppenda.
 2. Þar sem keppnin er haldin á vegum sem opnir eru fyrir almennri umferð skulu þátttakendur fylgja almennum umferðalögum í hvívetna, t.d. þegar bílum er mætt eða þegar hjólað er út á akbraut, og sýna annarri umferð tillitssemi.
 3. Hjóla skal hægra megin við miðlínu á malbiki (miðlínuregla).
  a. Þar sem ekki sést miðlína gildir ekki miðlínuregla (en umferðalög gilda engu að síður áfram). Þeir staðir þar sem miðlínuregla gildir ekki verða sérstaklega merktir.
  b. Frekari upplýsingar um undantekningar frá miðlínureglu má finna í brautarlýsingu.
 4. Bannað er að stytta sér leið. Yfirgefi keppandi keppnisleiðina verður hann að koma inn á hana á sama stað og hann yfirgaf hana.
 5. Allir keppendur skulu hjóla með reiðhjólahjálm á meðan á keppni stendur.
 6. Öll venjuleg reiðhjól eru leyfileg í keppninni, en gæta skal að búnaður á þeim (ef til staðar), svo sem standari, bögglaberi, bretti eða annað slíkt, sé vel fest, og af búnaðinum stafi ekki hætta fyrir aðra keppendur. Bremsur, framan og aftan, verða að vera í lagi. Stýrisendar verða að vera lokaðir.
 7. Liggistýri, letingjar, TT-bars eða annar sambærilegur búnaður er bannaður. Venjulegir stuttir stýrisendar (festir á enda fjallahjólastýris) eru leyfðir. Öll hjól eru leyfð en TT gjarðir (plötugjarðir) eru bannaðar.
 8. Keppandi sem veldur truflun á keppni með því að hindra eða stofna í hættu öðrum keppanda (t.d. í endaspretti) dæmist úr leik.
 9. Í endaspretti skal keppandi undantekningalaust halda beinni línu og hafa a.m.k. aðra hendi á stýrinu. Dómari getur áminnt keppanda, dæmt keppanda aftast í hóp eða dæmt keppanda úr keppni, eftir alvarleika brotsins.
 10. Keppandi sem fer yfir marklínu má ekki bremsa niður fyrr en 50 metrum eftir hana og þá skal hann fara út í vegkant eða út af veginum áður hann stöðvast alveg. Ekki má vera stopp á miðjum veginum eftir marklínu. Alls ekki má hjóla til baka að marki, nema í vegkanti og þá einungis mjög hægt.
 11. Bannað er að nýta sér skjól af farartækjum.
 12. Það má einungis nýta sér skjól af keppendum í sama ráshópi (vera í kjölsogi / drafta).
 13. Brot á reglum:
  a. Þátttakandi sem fer ekki eftir ofangreindum reglum verður dæmdur úr keppni, ef annað er ekki tekið fram í tiltekinni reglu.
  b. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að stöðva í ræsingu hvern þann sem ekki fylgir þessum reglum.

* Tæknihandbók gildir sjá nánar hér
** Birt með fyrirvara um breytingar

Almenn tilmæli

Treyst er á heiðarleika, samvisku og besta framferði keppenda, sérstaklega þegar kemur að almennu öryggi keppenda, starfsmanna og áhorfanda.

Almennar öryggisreglur í umferð:

 • Ekki taka fram úr öðrum keppendum nema öllum sé óhætt!
 • Keppendum sem nema staðar ber að færa sig strax út í vegakant.
 • Keppendum sem hætta í keppni, er bent á að færa hjólið út fyrir vegakant en þó helst þannig að það sé sýnilegt fyrir þjónustubíla.

Þegar hjólreiðamenn hafa lokið keppni er ekki leyfilegt að hjóla aftur út á brautina, né að hjóla í gegnum markið (og yfir tímatökubúnaðinn) nema í einu sinni í byrjun og einu sinni í lokin.

Keppendur verða að kynna sér brautarlýsingu ítarlega fyrir keppni.

Fyrirtækjasamningur

Samstarfssamningur vinnustaða og Tour of Reykjavík. Skráning vinnustaðahópa fer fram í gegnum skraning@marathon.is.

Skráning

Forskráningu í Tour of Reykjavik 2019 hefst fljótlega.

Verðskrá  

Tímasetning 20% afsláttarverð
12.01.18-13.04.18
Forskráning
14.04.18-31.05.18
20% hærra gjald
Á staðnum 1.-2.júní
Skemmtihringur (2km)          1.200         1.500          1.800 
50 km- 13 ára og eldri         6.400         8.000          9.600
125 km - 18 ára og eldri          9.600        12.000         14.400

125 km + 50 km 

       12.000       15.000          18.000

 


Smelltu hér
til að finna lista yfir skráða þátttakendur í Tour of Reykjavik 2018.
Athugið að ekki vildu allir láta nafn sitt birtast á opnum skráningarlista.

 

Athugið að þátttökugjöld í Tour of Reykjavik eru ekki endurgreidd en hægt er að gera vegalengdabreytingar og nafnabreytingar á skráningum á "mínum síðum" á meðan rafræn skráning í keppnina er opin eða til klukkan 23:00 fimmtudaginn 31.maí. Ekki er hægt að gera nafnabreytingar eftir að rafrænni skráningu lýkur.

Úrslit

Hægt er að fylgjast með úrslitum Tour of Reykjavik 2018 í beinni útsendingu með því að smella hér.

Smellið hér til að finna úrslit í Tour of Reykjavik 2017.


Rás2 mun fjalla ítarlega um Tour of Reykjavik .

Samstarfsaðilar

powerade new sponsor2  avis  gap sponsor

sponsor garmin  sponsors reykjavikurborg  kynnisferdir

 66 north  camelbak sponsor